Áskorun að taka við starfinu

Ásgerður Halldórsdóttir sem mun taka við sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Ásgerður Halldórsdóttir sem mun taka við sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

„Ég er mjög ánægð með stuðninginn sem ég hef fengið frá bæjarstjóra og öðrum bæjarfulltrúum og þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, mun taka við sem bæjarstjóri út kjörtímabilið þegar Jónmundur Guðmarsson lætur af störfum.

Var þetta ákveðið á fulltrúafundi nú í hádeginu. Bæjarstjóraskiptin verða staðfest á næsta fundi sem verður 26. júní.

Ásgerður sagði það vissulega áskorun að taka við starfinu, sérstaklega með tilliti til efnahagsástandsins í landinu, en þetta yrði hins vegar skemmtileg áskorun. Starfsfólk bæjarins væri samhent og hjá Seltjarnarnesbæ hefði ávallt verið styrk fjármálastjórn.

Ásgerður hefur starfað í fjárhagsdeild Íslandsbanka og hefur hún nú sagt því starfi lausu. „Ég kem auðvitað til með að sakna starfsins og fólksins sem ég hef unnið þar. En svona er þetta. Ég hlakka til þess að takast á við ný verkefni og stýra Seltjarnarnesbæ.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert