Sendiherrum fækkað

Embættisbústaður sendiherra Íslands í Tókýó verður seldur. Sendiráðið og embættisbústaðurinn …
Embættisbústaður sendiherra Íslands í Tókýó verður seldur. Sendiráðið og embættisbústaðurinn eru í sama húsi.

Ákveðið hefur verið að selja embættisbústaði í New York, London, Washington, Ottawa og Tókíó og andvirði þeirra lagt í ríkissjóð. Þá mun fækka nokkuð í hópi sendiherra og nýir verða ekki skipaðir í staðinn um sinn.

Þetta kemur fram á heimasíðu utanríkisráðuneytisins þar sem boðaðar eru nýjar sparnaðartillögur á þessu ári og því næsta.

Þar kemur fram að sendiskrifstofum verði enn fækkað á þessu ári og því næsta jafnframt því sem starfliði verði fækkað. Þá verði búið að loka, eða taka ákvarðanir um lokun á sjö sendiskrifstofum á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert