Fangar skanna myndir

Fangelsið að Litla- Hrauni og SKSigló ehf. á Siglufirði munu eftir helgi skrifa undir 6 mánaða samstarfssamning um skönnun Ljósmyndasafns Siglufjarðar. Unnið er að skönnun á 400.000 ljósmyndum safnsins og mun verkefnið skapa 4 vistmönnum hálfs dags vinnu á tímabilinu.

Áætlað er að á þessu tímabili verði hægt að skanna allt að 80.000 ljósmyndir.
 
Vistmenn á Litla-Hrauni sjá um skönnun myndanna sem síðan eru sendar til heimkynna SKSigló á Siglufirði. Þar verða myndirnar síðan unnar frekar og loks birtar á heimasíðu fyrirtækisins, www.Siglo.is.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert