Sáttmálinn undirritaður eftir hádegi

Stíft hefur verið þingað um stöðugleikasáttmálann að undanförnu.
Stíft hefur verið þingað um stöðugleikasáttmálann að undanförnu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 13:30 í dag þar sem skrifað verður undir stöðugleikasáttmála ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins.

Aðildarfélög BSRB hafa enn ekki lokið fundum sínum og því liggur ekki fyrir hvort þau skrifa undir sáttmálann.

„Við erum að setjast niður og það kemur í ljós í fyllingu tímans hvort við verðum með,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands í samtali við mbl.is fyrir stundu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert