Umsókn berist hið fyrsta

Reuters

 Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá Íslendingum verði að berast eins fljótt og auðið er vilji þeir leita aðstoðar Svía í umsóknarferlinu.

Svíar verða í forsæti Evrópusambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi og munu gegna því hlutverki næsta hálfa árið. „Afstaða Svía er alveg ljós; við viljum fá fleiri Norðurlandaþjóðir inn í Evrópusambandið og stuðningur Norðurlandanna getur reynst Íslendingum mikilvægur.“ Ask segir jafnframt að ríkisstjórn Svíþjóðar hafi fylgst vel með vandræðum Íslendinga og hún leitist við að aðstoða Íslendinga eftir fremsta megni.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert