Færri fyrirtæki í þrot

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ástæða þess að færri fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí í ár en í fyrra er að fjárhagsleg endurskipulagning á rekstri margra þeirra hefur dregist og bankarnir hafa ekki gengið hart fram í að krefjast gjaldþrotaskipta. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Þegar rýnt er í tölur Hagstofunnar má sjá að nú í maí voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 74 fyrirtæki í maí í fyrra. Tuttugu fyrirtækjanna voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 9 í heild- og smásöluverslun. Alls urðu 413 fyrirtæki gjaldþrota fyrstu fimm mánuði ársins en 301 á sama tíma í fyrra.

Vilhjálmur segir mörg fyrirtæki tæknilega gjaldþrota vegna skuldastöðu sinnar. Rekstur þeirra sé þó árangursríkur og engum því greiði gerður með því að stöðva hann.

„Maður bíður eftir því hvað gerist þegar erfiðu málin í bönkunum fara að leysast. Þá er hætt við því að kvarnist úr,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert