Verðlaunaður fyrir gleraugnaumgjarðir

Gunnar tók við verðlaununum í Essen á mánudag.
Gunnar tók við verðlaununum í Essen á mánudag.

Gunnar Gunnarsson sjóntækjafræðingur og hönnuður hjá Reykjavík Eyes hlaut sl. mánudag evrópsku Red Dot Design verðlaunin fyrir hönnun og þróun gleraugnaumgjarða sem framleiddar eru undir merki Reykjavík Eyes. Verðlaunin voru afhent í Essen í Þýskalandi.

Meðal verðlaunahafa í ár voru hönnuðir sem vinna fyrirvörumerki á borð við BMW, Sony, Tag Heuer, Apple og Dell.  Í vor hlaut Gunnar verðlaun Universial Design Awards fyrir þá tækni sem liggur að baki framleiðslu Reykjavík Eyes umgjarðanna, samkvæmt tilkynningu.

„Það er alltaf gaman að fá verðlaun því þau eru viðurkenning á því að maður sé að gera eitthvað af viti,“ segir Gunnar í fréttatilkynningu.

Red Dot Design verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1955 og er keppt í þremur meginflokkum. Í ár bárust 3.231 tilnefning tilnefningar frá 49 löndum.  Reykjavík Eyes hefur gert samning við dreifingarfyrirtækið Andrew Actman Ltd. um dreifingu í Bretlandi og sala í Danmörku mun hefjast á næstunni, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert