„Þá kemur október aftur“

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í …
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í vetur mbl.is/Golli

„Þá kemur október aftur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þegar hann lýsti því hvað gerist ef frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins verður fellt. Hann sagðist telja að þingmenn myndu dauðsjá eftir því ef það gerist.

Steingrímur sagði Icesave-málið ekki alvarlegast þessa stundina. Fyrst þurfi að koma ríkisfjármálunum á réttan kjöl, þannig að hagnaður verði á árinu 2013.  „Ef við komust aldrei með okkar þjóðarbú til ársins 2016 þá reynir ekki á þetta samkomulag. Við þurfum fyrst að koma því á kjöl, eða vilja menn gefast upp strax?“

Ráðherrann sagði aðgerðar- og andvaraleysi íslenskra stjórnvalda hafa leitt til þessa ástands. Það sjónarmið að borga ekki stæðist ekki skoðun og myndi ekki koma málinu úr heiminum. Það stæði eftir auk þess sem öll efnahagsuppbygging myndi stranda. Samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kæmist í uppnám auk þess sem fyrirgreiðslulán frá Norðurlöndunum myndi stoppa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert