Biðin á enda fyrir vestan

bb.is

Sérfræðingurinn frá Bretlandi sem ísfirska verktakafyrirtækið KNH ehf., sem sér um smíði brúarinnar yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi, þarf að fá ásamt tækjabúnaði til að spenna brúna áður en hún verður steypt, er væntanlegur til landsins í kvöld.

Breska fyrirtækið neitaði að stunda viðskipti við Íslendinga nema gegn staðgreiðslu og tók ekki gilda kvittun fyrir fyrirframgreiðslunni frá íslenskum banka. Áætlað er að starfsmaðurinn verði á landinu í tvo daga en tækjabúnaðurinn í fjórar vikur.

Sævar Óli Hjörvarsson, verkstjóri hjá KNH, segir Bretana hafa staðfest komu sérfræðingsins til landsins í dag. „Hann kemur í kvöld og hefur störf á morgun. Ég er að vonast til að við getum hafist handa við að steypa brúna um helgina, en maður veit svo sem ekki hvað það er lengi gert hjá þessum sérfræðing að spenna brúna, en ef hann ætlar að vera í tvo daga á landinu þá hlýtur hann að klára það á þeim tíma,“ segir Sævar Óli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert