Brot gegn biðskyldu helsti banaslysavaldurinn

mbl.is/Ómar

Aðalorsakir banaslysa í umferðinni árið 2008 voru þau að biðskylda var ekki virt, hraðakstur og þreyta ökumanna. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 2008.

Í skýrslunni kemur fram að í flestum slysanna hafi orsökin verið fleiri en ein en að aðalorsök í þremur banaslysum á árinu 2008 hafi verið sú að biðskylda hafi ekki verið virt. Í tveimur var aðalorsökin hraðakstur og í öðrum tveimur þreyta eða svefn ökumanns. Eitt slys er aðallega rakið til ölvunar, eitt til kappakstur, eitt til veikinda og eitt til hjartaáfalls ökumanns. Þá er grunur um að eitt banaslys hafi verið sjálfsvíg.

Einnig kemur fram í skýrslunni að þrátt fyrir verulega fækkun banaslysa frá árinu 2006 hafi alvarlegum umferðarslysum fjölgað á þessu tímabili. Í slysaskrá Umferðarstofu eru skráð 128 umferðarslys með miklum meiðslum árið 2006, 165 árið 2008 og 164 árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert