Ekki leitað eftir álitsgerð frá Mishcon de Reya

Icesave-samninganefndin leitaði ekki til lögmannsstofunnar Mishcon de Reya í London til að fá lagalegt álit um Icesave-deiluna, heldur aðeins til að fá aðstoð við samningsgerðina við Breta varðandi eigur Landsbankans í Bretlandi.

Mishcon de Reya lét hins vegar aukalega fylgja minnisblað um lagalega stöðu Íslands í deilunni þegar hún kynnti hugmyndir sínar fyrir Össuri Skarphéðinssyni í lok mars. Þar lýsti stofan því yfir að hún teldi vafa leika á því að Íslendingum bæri lögum samkvæmt að borga skuldina og bauð fram þjónustu sína.

Talsmenn stofunnar vildu ekki tjá sig um málið í gær. Að sögn Hugins Freys Þorsteinssonar, sem starfaði í samninganefndinni, var ákveðið að fá ekki lagalega álitsgerð frá breskri lögmannsstofu því dómstólaleið taldist ófær. „Nefndinni var einfaldlega farið að klára samningana enda hafði dómstólaleiðin þá fyrir löngu verið útilokuð. Hlutverk okkar var ekki að undirbúa dómsmál og því ekki talin ástæða til að láta útibúa lagalega álitsgerð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert