Engar reglur um kennitöluflakk

mbl.is/Eggert

„Stjórnvöld hafa ekki, svo mér sé kunnugt um, sett stjórnum nýju bankanna neinar reglur um kennitöluflakk fyrirtækja,“ sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra á Alþingi.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar spurði viðskiptaráðherra um kennitöluflakk sem viðgengist með vitund og vilja nýju bankanna. Ólína sagði dæmi um að stórskuldug sjávarútvegsfyrirtæki hefðu flutt eignir, þ.m.t. kvóta, yfir í nýtt félag en skilið skuldirnar eftir í því gamla. Ólína nefndi til sögunnar Nýja Landsbankann og Íslandsbanka í þessum efnum.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sagði að þetta álitamál hefði margoft komið fram. Kennitöluskipti væru hins vegar oft eðlilega leið til að bjarga verðmætum og tryggja áframhaldandi rekstur.

Ólína Þorvarðardóttir sagði ekki seinna vænna að bankarnir móti skýrar reglur, og e.t.v siðareglur um kennitöluflakk. almenningur sætti sig ekki við þau vinnubrögð sem viðgengjust, þau tilheyrðu óráðsíutímum.

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert