Grænn miðbær á á Álftanesi

Á dögunum tóku tíu krakkar, ásamt fulltrúa eldri borgara, félagsmálayfirvalda, skipulagsyfirvalda og bæjarstjóra fyrstu skóflustunguna að nýjum grænum miðbæ á Álftanesi.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist samkvæmt nýju deiliskipulagi græns miðbæjar á Álftanesi nú í sumar en deiliskipulagið er byggt á grunni verðlaunatillögu Gassa arkitekta frá 2006 þar sem áhersla er lögð á tengsl við náttúruna.

Hafist verður handa við gatnagerð og þjónustumiðstöð eldri borgara með 30 íbúðum fyrir aldraða. Búmenn hsf. munu standa að framkvæmdum fyrir eldri borgara en bæjarráð samþykkti að taka tilboði verktakafyrirtækisins Ris í gatnagerð á miðsvæðinu.

Sveitarfélagið Álftanes

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert