Kaupmáttur dregst saman um 1,2%

Launavísitala í júní 2009 er 356,7 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 3,0%. Vísitala kaupmáttar launa í júní 2009 er 106,2 stig og lækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 8,2%. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar í morgun.

www.hagstofa.is
 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert