Óvenjulega vel varðveitt 10. aldar fjós

Ragnheiður Traustadóttir (t.v.), Sara Jennica Svensson, Anders Hansson og Rúnar Leifsson á rústum fjóssins í ... stækka

Ragnheiður Traustadóttir (t.v.), Sara Jennica Svensson, Anders Hansson og Rúnar Leifsson á rústum fjóssins í Keldudal. Angelos Parigoris

Fornleifarannsóknir í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, sem ráðist var í fyrr í sumar vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda, hefur leitt í ljós óvenjulega vel varðveitt fjós frá 10. öld, það fyrsta sem grafið hefur verið upp á Norðurlandi, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Ennfremur fundust leifar mannvirkja frá 11. og 12. öld.

Fjósið kom í ljós rétt vestan við íbúðarhús kúabændanna Þórarins Leifssonar og Guðrúnar Lárusdóttur í Keldudal, framan við nýja viðbyggingu, þar sem til stendur að reisa verönd og ganga frá lóðinni umhverfis húsið. Hefur verið vitað frá árinu 2007 að forn mannvirki leyndust þar í moldu. Áður hefur m.a. forn grafreitur komið í ljós í Keldudal en rannsóknir hafa staðið yfir á bænum frá árinu 2002 og tengst Hólarannsókninni sem Ragnheiður stýrir.

Hátt í tuttugu básar

Hún segir fjósið vera 10 sinnum 4 metrar að innanmáli, hlaðið úr grjóti og torfi. Gólfið er hellulagt, um 120 sentímetra breitt í miðju, og liggja hellurnar enn á sínum stað. Beggja megin við flórinn eru lág steinlögð þrep fyrir bása sem hafa að líkindum verið átján eða tuttugu eftir lengd fjóssins.

Austurenda þess hefur verið raskað og hann að hluta til endurnýttur við húsbyggingu á 11. öld en vesturendinn er að sögn Ragnheiðar mjög heillegur. Gólfið í básunum hefur verið þakið með torfi svo að hver bás hefur verið sléttur, mjúkur og þurr. Á milli básanna virðast hafa staðið viðarþil á lágri undirstöðu úr torfhnausum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Sendur í steininn eftir enn eitt brotið

15:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Manninum er nú gerð refsing í fjórða sinn fyrir ölvunarakstur og þriðja sinn fyrir að aka sviptur ökurétti. Meira »

Með kvittun fyrir veiðiferðinni

15:10 „Varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hana vil ég segja við háttvirtan þingmann að ég hef í mínum fórum kvittun fyrir mínum greiðslum,“ sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata. Meira »

Gistináttagjald renni til sveitarfélaga

15:04 Á fundi borgarráðs í morgun var aðgerðaráætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá Reykjavíkurborg samþykkt. Meðal þess sem samþykkt var er að teknar verði upp viðræður við ríki og hagsmunaaðila um að gistináttagjald renni til sveitarfélaga og að þau fái jafnframt hlutdeild í virðisaukaskatti af ferðaþjónustu. Þá stendur til að útfæra og innleiða gjaldskyldu í rútustæði í miðborginni. Meira »

Börnin eru öll komin í skóla

14:55 Fimmtán börnum hælisleitenda, sem ekki fengu skólavist vegna mistaka hjá Útlendingastofnun, hefur nú verið tryggð skólavist í þremur sveitarfélögum. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins en greint var frá því nýverið að börnin væru ekki komin í skóla. Meira »

13 skólar fá 335 þúsund evrur

14:33 13 leik- grunn- og framhaldsskólar víðsvegar um landið skipta með sér styrk að upphæð rúmlega 335 þúsund evra til nýrrra Erasmus+ samstarfsverkefna. Skrifað var undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi í morgun. Meira »

Nýjustu losunartölurnar þriggja ára

14:33 Tafir hafa orðið á því að Evrópulönd skili inn tölum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum vegna vandræða með sameiginlegt skilakerfi þeirra. Tölunum átti að skila í apríl en fresturinn var framlengdur til loka þessa mánaðar. Fyrir vikið eru nýjustu tölur um losun Íslands þriggja ára gamlar. Meira »

Dæmi um samfélagslega ábyrgð

14:22 Fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska er tekið fyrir sem dæmi umsamfélagslega ábyrgð í bókinni Corporate Social Performance; Paradoxes, Pitfalls, and Pathways to the Better World sem gefin er út hjá bókforlaginu Information Age Publishing (IAP) í Bandríkjunum. Meira »

Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif

14:24 Yfirvofandi verkfall félagsmanna Starfsmannafélags ríkisins (SFR) mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, ef af verður. Umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollasviði embættisins Meira »

Sækir ársfund AGS og Alþjóðabankans

14:01 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 9.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Lima í Perú. Meira »

Varað við ísingu á vegum

13:57 Suðvestanlands mun víða frysta í kvöld eða snemma í nótt um leið og léttir til og lægir segir í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Vegir verði blautir eftir skúraleiðingar í dag og ísing kunni að myndast. Meira »

Bíl stolið í Reykjavík

13:50 Bílnum sem sést á þessum myndum var stolið í Reykjavík í nótt. Grunur leikur á því að hann hafi verið notaður í tengslum við nokkur innbrot á Suðurlandi í nótt og í morgun. Meira »

Stækkun Búrfellsvirkjunar í apríl

13:38 Í aprílmánuði á næsta ári er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði hafnar við stækkun Búrfellsvirkjunar um 100 mw sem ráðgert er að skili Landsvirkjun 300 gígawattsstundum á ári. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mikla eftirspurn eftir orku hjá smærri fyrirtækjum á Íslandi. Meira »

„Algjört viljaleysi stjórnvalda“

13:14 Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem kjarasamningar ríkisins við lögreglu eru í. „Eftir margra ára stanslausan niðurskurð í löggæslu almennt, að viðbættum sífellt versnandi launakjörum, er svo komið að lögreglan er komin að þolmörkum,“ Meira »

„Grey“ dæmt í fangelsi

12:58 „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggjendum innflutnings þeirra,“ segir Brynjar Níelsson. Meira »

Samingurinn verði lögfestur

12:44 Krafa um að stjórnvöld fullgildi og lögfesti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk á haustþingi 2015 var samþykkt á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) sem fram fór um síðustu helgi. Meira »

Veittu 10 milljónir í styrki

13:00 Miðvikudaginn 7. október sl. veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 60 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007. Meira »

Fræða jafnaldra sína um „sexting“

12:49 Á landsmóti Samfés á Akureyri helgina 9.-11. október ræðst ungmennaráð Samfés í stærsta jafningjafræðsluverkefni á Íslandi til þessa. Í vetur hafa meðlimir ungmennaráðs unnið að gerð námskeiðs í jafningjafræðslu um „sexting“ til þess að fræða ungt fólk um hvað „sexting“ er og afleiðingar þess. Meira »

Ummæli Twuijver með ólíkindum

12:38 Dómari segir að það sé með ólíkindum að Mirjam Foekje van Twuijver hafi ekki verið ljóst strax á flugvellinum í Amsterdam að um meira magn fíkniefna var í töskum hennar og dóttur hennar. Twuijver var í morgun dæmd í 11 ára fangelsi fyrir smyglið á um 20 kg af fíkniefnum hingað til lands. Meira »
Sprautuklefar margar stærðir.
Getum útvegað nokkrar stærðir af sprautuklefum af vandaðri gerð og á góðu verði....
HONDA CRV Elegance
Til sölu hvít Honda, nýskr. 10/2012, ekin 60þ. km. Sjálfsk. m. dráttarkrók. Góð...
Væntanlegt og útvegum á hagstæðu verði
Bílalyftur frá Everet, geymslulyftur frá Bendpak, sprautuklefa, undirbúningsstö...
BÆKUR TIL SÖLU
Bækur til sölu Skýringar yfir fornyrði Lögbókar, ...
 
M helgafell 6015100719 iv/v
Félagsstarf
m HELGAFELL 6015100719 IV/V...
Samkoma
Félagsstarf
Háaleitisbraut 58â€"60 Samkoma kl...
Stýrimaður
Sjávarútvegur
Stýrimann vantar Vantar st...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...