Embættismenn kallaðir til án samráðs við stjórnendur

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Kristinn

Seðlabankastjórarnir fyrrverandi, þeir Davíð Oddsson og Ingimundur Friðriksson, rituðu Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, harðort bréf í desember sl. þar sem þeir sögðu viðskiptaráðuneytið ekki hafa fylgt jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

Orðrétt segir í bréfinu: „Óviðeigandi er að embættismenn bankans séu kallaðir í viðskiptaráðuneytið án samráðs við stjórnendur bankans til að fara yfir mögulegar undanþágur með þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta, svo sem með forstjóra Vífilfells sl. föstudag.“ Starfsmenn bankans hafi í kjölfarið fengið fyrirmæli um að sinna ekki slíkum boðum frá ráðuneytinu.

Björgvin kveðst muna eftir þessu bréfi en málsatvik hafi ekki verið þau sem lýst sé í bréfi Seðlabankans. „Það voru nokkur fyrirtæki sem óskuðu eftir útskýringum á gjaldeyrishöftunum,“ segir Björgvin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert