Róleg nótt í Reykjavík

Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó komu upp nokkur ölvunarmál í miðborginni eins og venjulega, að sögn varðstjóra.

Upp komu þrjú líkamsárásarmál en þau voru minniháttar. Einn maður er í haldi lögreglu eftir átök við dyravörð á skemmtistað.

Tveir ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur í nótt og tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp. Skráð voru fjögur þjófnaðarmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert