Kelduárlón flæðir í Folavatn

Kelduárlón er til vinstri á myndinni og Folavatn til hægri.
Kelduárlón er til vinstri á myndinni og Folavatn til hægri. Landsvirkjun

Vatn er nú tekið að flæða úr Kelduárlóni inn í Folavatn, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar. Rennsli Grjótár og Kelduár hefur verið allmikið vegna rigninga undanfarna daga og í kjölfarið fór að flæða inn í Folavatn.

Kelduárlón er um 8 ferkílómetrar með 60 gígalítra miðlunargetu og yfirfallshæð í 669 metra yfir sjávarmáli. Folavatn er tæplega einn ferkílómetri  að flatarmáli og um sex metrum undir hæstu vatnshæð Kelduárlóns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert