Stuðmenn héldu uppi stuðinu

Stuðmenn í góðum gír.
Stuðmenn í góðum gír. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um ellefu þúsund manns mættu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag þegar Stuðmenn héldu sína árlegu skemmun um Verslunarmannahelgina. Rjómablíða var í garðinum og skemmti fólk sér hið besta. Guttormur III var afhjúpaður.

Mikið fjör var í Fjölskyldu- og  húsdýragarðinum í dag þegar Stuðmenn og góðir gestir tróðu upp en skemmtunin er árlegur viðburður. Ávallt hefur verið margt um manninn og sú var enda raunin í ár, enda léku veðurguðirnir á alls oddi. Talið er að milli tíu og ellefu þúsund manns hafi verið í garðinum.

Meðal þeirra sem skemmtu voru þær stöllur Skoppa og Skítla og vöktu þær mikla hrifiningu meðal yngri kynslóðarinnar. Fengu þær liðsauka af Glanna glæp úr Latabæ sem vakti ekki síður lukku og sýndi hann mikla takta.

Hljómsveitir dagsins voru ekki af verri endanum, Ljótu hálfvitarnir og sjálfir Stuðmenn. Var sveiflan góð og stemningin ekki síðri.

Sá skemmtilegi viðburður var einnig í garðinum að útilistarverkið Guttormur var afhjúpað en eins og frægt er orðið brenndu skemmdarvargar fyrra útilistaverkið Guttorm til grunna fyrr í sumar. Guttormarnir tveir voru smíðaðir í minningu nautsins Guttorms sem lengi var táknmynd Húsdýragarðins. Guttormur III mun hljóta fastan stað í garðinum en þegar eitthvað stendur til í Laugardalshverfinu mun honum vera rúllað þangað, íbúum til yndisauka.

Hér eru nokkrar myndir, teknar í blíðunni í dag.

Um ellefu þúsund manns voru mættir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn …
Um ellefu þúsund manns voru mættir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag. Stundum gekk vel og stundum illa að finna kunningjana. Mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þær Skoppa og Skrítla eru dáðar af yngri kynslóðinni.
Þær Skoppa og Skrítla eru dáðar af yngri kynslóðinni. Mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ljótu hálfvitarnir voru skemmtilegir að vanda.
Ljótu hálfvitarnir voru skemmtilegir að vanda. Mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guttormur afhjúpaður
Guttormur afhjúpaður Mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert