Keyrði á stolnum bíl á lögreglustöð

mbl.is/Július

Góðkunningi lögreglunnar keyrði á stolnum bíl á bílskúrshurð lögreglunnar á Akranesi og dældaði lögreglubíl sem var inn í bílskúrnum.

Viðkomandi var allsgáður og í kjölfarið fluttur á geðdeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Þetta gerðist um miðnætti í gærkvöldi.

Stolni bílinn er ónýtur, bílskúrshurðin stórskemmd og lögreglubíll sem geymdur var inn í bílskúrnum er dældaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Tveir lögreglumenn voru á vakt inn í lögreglustöðinni þegar ekið var á hurðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert