Lífið færist í eðlilegt horf í Eyjum

Síðustu gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum halda til síns heima í …
Síðustu gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum halda til síns heima í dag. Mbl.is/Ómar

Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt eftir annasama undanfarna daga. En þó drykkjulátum linni er ekki þar með sagt að lögreglumenn sitji auðum höndum. Fyrirspurnum rignir inn vegna týndra muna á Þjóðhátíð. Gestir sem m.a. hafa týnt farsímum, myndavélum og bakpokum reyna að vitja þeirra. Í einhverjum tilvikum tekst það, en fleiri sitja uppi með sárt ennið.

Síðustu gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum yfirgefa eyna í dag. Ekkert fór fyrir fólkinu í nótt enda hefðbundin lokun skemmtistaða og lítið um að vera. Einn ósáttur ferðalangur þurfti að dúsa í fangaklefa vegna óláta í gærdag. Hann var mjög ölvaður og fékk að sofa úr sér fyrir heimferð. Honum var sleppt undir kvöldið, að lokinni skýrslutöku, og er kominn til síns heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert