Hlaupa 100 km til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Hópurinn hyggst hlaupa 100 km leið á 14 klukkustundum. Mynd …
Hópurinn hyggst hlaupa 100 km leið á 14 klukkustundum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Þrettán félagar úr CrossFit Iceland ætla að hlaupa til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Lagt verður af stað frá Skipaskaga á morgun og verður hlaupið meðfram Akrafjalli, eftir Hvalfirðinum og þaðan til Reykjavíkur. Leiðin er 100 kílómetrar og vonast menn til þess að ná þessu á 14 tímum. 

Hlaupinu á að ljúka við líkamsræktarstöð World Class í Laugardal kl. 19:30.

Fram kemur í tilkynningu að við Korputorg muni fjölga í hlaupahópnum. Öllum sé velkomið að taka þátt síðustu 15 km. Sá hluti ferðarinnar verði farinn í lögreglufylgd inn í Laugardalinn þar sem móttökunefnd bíður þeirra og slegið verður upp grillveislu.

Hægt verður að fylgjst með hlaupinu í rauntíma hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert