Miklu betur gengur að manna umönnunarstörf

Droplaugarstaðir
Droplaugarstaðir

Mönnun í umönnunarstörf á hjúkrunarheimilum hefur gengið svo vel eftir að kreppan skall á að ekki er víst að hægt verði að verða við óskum allra þeirra sumarstarfsmanna sem vilja vinna um helgar og á kvöldin í vetur.

„Það hefur gengið miklu betur að manna þessi störf eftir að kreppan skall á. Þetta er allt annað líf. Mönnunin gengur svo vel að því miður fá ekki allir sumarstarfsmenn sem vilja helgarvinnu í vetur. Þetta hefur aldrei verið svona áður,“ segir Ingibjörg Bernhöft, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum.

Að sögn Ingibjargar er hlutfall erlendra starfsmanna við umönnun nú um 40% en það fór á tímabili upp í 50%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert