Vilja vernda sjófugla

Álka í Látrabjargi
Álka í Látrabjargi mbl.is/Ómar


Fuglavernd skorar á umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, að grípa þegar til ráðstafana til þess að vernda sjófuglstofna en nýlegar rannsóknir benda til þess að mikil fækkun eigi sér nú stað meðal íslenskra sjófugla.

„Í ljósi þess að niðurstöður nýlegra rannsókna benda til þess að mikil fækkun eigi sér nú stað meðal íslenskra sjófuglastofna skorar Fuglaverndarfélag Íslands á umhverfisráherra að grípa nú þegar til ráðstafana til þess að vernda þessa stofna.

Á Íslandi eru margir stærstu sjófuglastofnar Evrópu og bera Íslendingar því ábyrgð á velferð þeirra og umgengni við þá, m.a. skv. Bernar-samningnum og Ríó-sáttmálanum. Lagt er til að:

1) Lágmarksgrunnrannsóknum á stofnbreytingum sjófugla verði komið á.

2) Tegundir sem fara á válista vegna fækkunar verði friðaðar fyrir veiðum og eggjatöku.

3) Varpstöðvar þessara tegunda: fuglabjörg og aðrar byggðir, verði friðuð.

4) Vorveiðum á svartfugli verði alfarið hætt."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert