Kveikt var í Range Rovernum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir  nú að talið sé að kveikt hafi verið í Range Rover jeppa, sem stóð utan við hús við Laufásveg í Reykjavík aðfaranótt 18. ágúst. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna þrjá menn, sem eru sterklega grunaðir um verknaðinn. 

Lögreglan segir, að að talið sé að mennirnir hafi verið á bláleitri Audi A6 eða VW Passat bifreið.  Samkvæmt myndskeiðum sem lögreglan hafi undir höndum sé talið að  atburðarásin hafi átt sér stað á eftirfarandi hátt:

  1. Bifreið kemur akandi norðvestur Laufásveg frá gatnamótum Barónstígs og Laufásvegar. Talið er  að um ræða bláa Audi A6 eða VW Passat bifreið sé að ræða.  Bifreiðinni er síðan snúið við á Laufásveginum eins og sést á myndskeiðinu og ekið til baka að gatnamótum Laufásvegar og Barónstígs og væntanlega lagt þar (kl. 1:46).
  2. Þrír menn koma gangandi norðvestur Laufásveg, tveir þeirra eftir gangstéttinni vinstra megin og einn eftir gangstéttinni hægra megin.  Ganga þeir í áttina að húsinu þar sem umrædd Range Rover bifreið var lagt í innkeyrslu,  sem er í um 50 metra fjárlægð (kl. 1:48).
  3. Þá koma sömu 3 menn hlaupandi til baka,  hver á  eftir öðrum (kl. 1:50).  
  4. Lögreglubifreið kemur með blikkandi ljósum að brunastað og skömmu síðar kemur slökkvibifreið auk annarar lögreglubifreiðar, en þá var Range Rover bifreiðin þegar orðin alelda (kl. 2:22).
  5. Einn af þremenningunum gengur vestur eftir Laufásvegi og framhjá brunastað (kl. 2:58). 

Allir þeir sem hugsanlega geta aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins og veitt upplýsingar sem að gagni koma um framangreindar mannaferðir eru beðnir um að hafa samband í upplýsingasíma lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu, 444 1100.

Mynd úr öryggismyndavélinni sýnir einn mannanna þriggja hlaupa á brott …
Mynd úr öryggismyndavélinni sýnir einn mannanna þriggja hlaupa á brott eftir að eldur kviknaði í bílnum.
Einn af þremenningunum gengur vestur eftir Laufásvegi og framhjá brunastað.
Einn af þremenningunum gengur vestur eftir Laufásvegi og framhjá brunastað.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert