Olían úr Alexander Hamilton?

Ný flugvél Landhelgisgæslunnar fann olíubrák á Faxaflóa.
Ný flugvél Landhelgisgæslunnar fann olíubrák á Faxaflóa.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar telja líklegast að olíubrák sem nýja flugvél Landhelgisgæslunnar fann á dögunum á Faxaflóa komi frá bandaríska varðskipinu Alexander Hamilton, en þýskur kafbátur sökkti skipinu 1942.

Starfsmenn Gæslunnar hafa aflað upplýsinga um skipin sem talin eru koma til greina sem skipsflök á botni Faxaflóa. Skipin eru bandaríska varðskipið Alexander Hamilton sem varð fyrir árás þýska kafbátsins U-132 þann 29. janúar árið 1942 og olíuskipið Shirvan varð fyrir árás þýska kafbátsins U-300 þann 10. nóvember 1944. Grunur um skipsflak vaknaði eftir að eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif flaug yfir svæðið þann 7. júlí sl. og greindi olíubrák með radar flugvélarinnar sem m.a. er notaður við mengunareftirlit.

Í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að olíuskipið Shirvan hafi verið  nær þrisvar sinnum stærra en Alexander Hamilton eða 6.017 tonn. Alexander Hamilton var 2.216 tonn. Veður hafði að sjálfsögðu áhrif á hvert skipin ráku eftir árásirnar en þegar veðurlýsingar eru skoðaðar er talið líklegra að flakið sé Alexander Hamilton því suðaustan átt var á svæðinu þegar Shirvan sökk og er því talið að flakið liggi vestar í Faxaflóa.

Um málið eru þó skiptar skoðanir og ekki verður mögulegt að leiðrétta villur eða misskilning fyrr en skoðun með neðansjávarmyndavél staðfestir hvort flakið sé um að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert