Ástandið getur breyst hratt til hins verra

Robert Wade
Robert Wade mbl.is/Golli

Lítil merki um efnahagshrunið sem reið yfir Ísland eru sjáanleg þegar gengið er um götur Reykjavíkur skrifar Robert Wade, prófessor við London School of Economics, í aðsendri grein sem birt er á vef Financial Times í kvöld.

Það geti hins vegar breyst á næstunni þegar ferðamennirnir halda heim, lánafrystingu lýkur og atvinnuleysi eykst á ný. 

Wade, sem þekkir vel til Íslands, fer yfir fall bankanna síðastliðið haust og hve stór gjaldþrot þeirra eru á alþjóðlega mælikvarða í grein sem hann hefur ritað í FT.

Hann segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi farið hægt af stað eftir kosningarnar en nú hafi ræst þar úr. Meðal annars með Icesave-samkomulaginu, fjármögnun bankana og mögulegri lögsókn gegn þeim sem bera ábyrgð á hruninu.

En nú sé sumarið á enda og ýmislegt sem ber á milli í stjórnarsamstarfinu, til að mynda Evrópusambandsaðild. 

Wade hvetur því íbúa í ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna að njóta á meðan hægt er. Næg ástæða sé til þess að telja að ekki sé víst að góðærið endist. Það sé hægt að læra af Íslandi og þeim miklu breytingum sem urðu á högum Íslendinga á stuttum tíma. 

 Grein Roberts Wade í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert