Bakkavör skoðar enn að reisa hér verksmiðju

Bakkavararbræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Bakkavararbræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir enn verið að skoða hagkvæmni þess að reisa hér á landi verksmiðju til að fullvinna sjávarafurðir og flytja út sem skyndirétti. Niðurstaða muni liggja fyrir í haust og þá verði næstu skref ákveðin.

Hann segir að ef eitthvað er sé útlitið betra að hér rísi verksmiðja frá því að Morgunblaðið sagði frá því fyrst 13. júní síðastliðinn.

„Ég held að það megi segja að það sem hafi breyst til hins betra sé að Alþingi tók í sumar ákvörðun um að hefja viðræður við Evrópusambandið. Það skiptir auðvitað mjög miklu máli þegar kemur að byggingu svona verksmiðju því tollamál eru alltaf stór hluti af hagkvæmnisathugun í svona máli. Það skiptir verulega máli. Ef eitthvað er myndi ég halda að verkefnið væri fýsilegra en áður,“ segir Ágúst.

Í frétt Morgunblaðsins í júní kom fram að gangi þetta eftir muni skapast milli 500 og 750 störf í verksmiðjunni.

Bakkavör skilaði hálfs árs uppgjöri í fyrradag, sem Ágúst segist mjög sáttur við. „Það sem skilar mestum árangri er að stór hluti af endurskipulagningu okkar hefur verið í kringum tilbúna rétti. Þeir eru um það bil 20% af sölunni okkar í Bretlandi. Þar höfum við séð algjöran viðsnúning. Salan á tilbúnum réttum er að vaxa á fyrstu sex mánuðum hjá okkur um 10% á meðan markaðurinn í heild hefur vaxið um 1%.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert