Frjáls þrátt fyrir dóm

Ekki er heimild í lögum til að fara fram á …
Ekki er heimild í lögum til að fara fram á gæsluvarðhald eða að afplánun dóms hefjist eftir að máli er áfrýjað til Hæstaréttar. Brynjar Gauti

Maðurinn, sem dæmdur var í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. júlí fyrir barsmíðar og gróft kynferðisofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni, er frjáls ferða sinna um þessar mundir. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og verður ekki framfylgt fyrr en niðurstaða Hæstaréttar í málinu liggur fyrir.

Fyrst og fremst er krafist frávísunar málsins á grundvelli vanhæfis þeirra sem komu að málinu hjá lögreglu og ríkissaksóknara.

„Við gerum auðvitað kröfu um sýknu til vara, það er bara venjubundið þegar menn hafa lýst sig saklausa,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður Bjarka Más Magnússonar, sakbornings í málinu.

Bjarki er fæddur 1973 og er stjórnmálafræðingur að mennt. Var hann í héraði fundinn sekur um að hafa beitt eiginkonu sína ýmiss konar ofbeldi í hartnær tvö ár. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir var að hafa þvingað hana til samræðis við fjölda annarra karlmanna. Á sjöunda hundrað mynda og tuttugu myndskeið af athæfinu voru meðal sönnunargagna í málinu. Dómurinn taldi brotin einkar ófyrirleitin og sagði Bjarka ekki eiga sér neinar málsbætur. Málið ætti sér enga hliðstæðu hér á landi.

Gæsluvarðhalds ekki krafist

Ekki er heimild í lögum til að fara fram á gæsluvarðhald eða að afplánun dóms hefjist eftir að máli er áfrýjað til Hæstaréttar. Bjarki sætti gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna 11. til 24. janúar 2008 en ekki var farið fram á lengra varðhald þar sem rannsóknarhagsmunum var talið borgið.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara var talið afar hæpið, með hliðsjón af fordæmum dómstóla, að fallist yrði á gæsluvarðhald á grundvelli hættu á frekari brotum eða almannahagsmuna. Ásamt því að forsendur framlengingar nálgunarbanns sem Bjarki mátti sæta frá 29. janúar til 31. júlí í fyrra voru í Hæstarétti ekki taldar fyrir hendi var þetta talið útiloka með öllu að krafa um gæsluvarðhald á fyrrnefndum grunni næði fram að ganga. Var þess því ekki krafist í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert