Lægra verð en bændur óskuðu

Sláturleyfishafar hafa flestir birt verðskrá.
Sláturleyfishafar hafa flestir birt verðskrá. mbl.is

Flestir sláturleyfishafar hafa birt afurðaverð vegna sláturtíðar í haust. Verðskrárnar gera ráð fyrir óverulegum breytingu á verði frá fyrra ári, en verð á kjöti sem flutt er úr landi hækkar. Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir að hækkun á útfluttu kjöti feli í sér 8,25% hækkun til bænda frá síðasta haust.

Verðskráin sem Landssamtök sauðfjárbænda birtu í ágúst er talsvert hærri en sú verðskrá sem sláturleyfishafar voru að birta. Bændur hafa því ekki náð fram kröfum sínum.

Guðbrandur Björnsson, bóndi á Smáhömrum í Tungusveit, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi, að sláturleyfishafar væru í reynd að bjóða bændum verðlækkun milli ára, en verðbólgan er í dag um 11%. Hann sagðist ekki sjá hvernig sauðfjárbændur ættu að geta lifað veturinn af miðað við þetta verð.

Undanfarin ár hafa um 1500 tonn af lambakjöti farið á erlenda markaði. Sala á lambakjöti í ár hefur verið léleg og ræður þar mestu fækkun í landinu og skertur kaupmáttur fólks sem leitar í ódýrari valkosti. Í fréttabréfi SS segir að það megi teljast vel sloppið ef samdráttur innanlands verði ekki meiri en 10% yfir árið. "Það gerir að útflutningsþörf næsta afurðaárs verður um 2200 - 2500 tonn sem er nálægt 30% af framleiðslunni. Ef sláturleyfishafar flytja út minna en um 30% af framleiðslunni mun umframmagn á innanlandsmarkaði örugglega leiða til verðfalls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert