Fjárfestingasjóður ræddur af meiri þunga

Arnar Sigmundsson
Arnar Sigmundsson mbl.is/Heiðar

„ÞAÐ hafa komið fram hugmyndir í þessa vera áður, en í ljósi stöðunnar hér á landi hefur meiri þungi færst í umræðuna. Ég fagna þessum hugmyndum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna og þjóðarinnar eru samofnir í þessum málum,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildis. Hann telur skynsamlegt að stofna sérstakan sjóð fyrir fjárfestingar.

Sameiginlegur sjóður lífeyrissjóðanna, sem mun hafa það að markmiði að styðja við lífvænleg fyrirtæki sem fóru illa út úr hruni bankanna sl. haust auk þess að fjárfesta í fleiri verkefnum, verður kynntur fyrir forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna 7. september nk. Að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyrissjóðanna, mun framhaldið ráðast af því hvernig forsvarsmenn lífeyrissjóðanna taka í stofnun sjóðsins, sem kallaður hefur verið Fjárfestingasjóður Íslands í undirbúningsvinnunni.

„Að fundi loknum munu sjóðirnir fá einn mánuð til þess að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji vera með í þeim sjóði sem hugsanlega verður komið á fót. Öðru fremur verður lagt upp með að lífeyrissjóðirnir séu að taka þátt í arðbærum og skynsamlegum fjárfestingum. Ég tel að það sé skynsamlegt skoða þessa möguleika vel, ekki síst þar sem það er öllum í hag að reyna eftir fremsta megni að koma hjólum efnahagslífsins í gang á nýjan leik.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert