Fleiri lækka eldsneytisverð

N1 hefur ákveðið að lækka verð á bensíni um þrjár krónur lítrann og dísilolíu um tvær krónur lítrann. Segir félagið að skýringin á verðlækkuninni sé styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar og lækkandi heimsmarkaðsverð.

Orkan reið á vaðið í morgun og lækkaði eldsneytisverð.  Nú hafa flest önnur olíufélög fylgt í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert