Fréttaskýring: Engar tilraunaboranir eftir allt saman

Allt bendir til að mikil virkjanlegur jarðhiti sé á Þeistareykjasvæðinu. …
Allt bendir til að mikil virkjanlegur jarðhiti sé á Þeistareykjasvæðinu. Þó þarf að rannsaka aðstæður nánar. mbl.is/Birkir Fanndal

Á stjórnarfundi Þeistareykja ehf., sem er í eigu Orkuveitur Húsavíkur (32%), Norðurorku (32%), Landsvirkjunar (32%) og Þineygjarsveitar (4%), sem fram fór seinni partinn í ágúst lagði verkefnisstjóri það til við stjórn félagsins að draga til baka matsferil rannsóknarborana á Þeistareykjum, sem staðið hefur yfir frá því á haustmánuðum í fyrra, en tæki þess í stað rannsóknarboranir inn í mat Þeistareykjavirkjunar.

Þetta þýðir að frekari töf verður á því að hægt sé að tilraunabora á Þeistareykjasvæðinu til þess að kortleggja með áreiðanlegum hætti hversu trygg orkuöflun á svæðinu er í raun. Nú þegar hafa 6 holur verið boraðar og eru líkur taldar standa til þess að mögulegt sé að reisa 200 MW jarðhitavirkjun á svæðinu. Þörf er þó á ýtarlegri rannsóknum.

Rótin í úrskurði ráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, ákvað 31. júlí í fyrra að ógilda úrskurð Skipulagsstofnunar þess efnis að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, stækkunar Kröfluvirkjunar og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Umhverfisráðuneytið ákvað að hið sameiginlega mat skyldi fara fram. Þessu mótmæltu forsvarsmenn Þeistareykja ehf. harðlega og töldu fyrirséð að þetta gæti tafið tilraunaboranir á Þeistareykjum um a.m.k. eitt ár. Því neitaði Þórunn og sagði ákvörðunina um sameiginlegt mat ekki leiða til tafa á tilraunaborununum. Annað hefur nú komið á daginn. Frá því að tillaga um matsáætlun fyrir allt að 200 MW Þeistareykjavirkjun var kynnt Skipulagsstofnun 20. febrúar á þessu ári hefur málið þróast með þeim hætti að útilokað þykir að hægt verði að standa við fyrri áform um undirritun viljayfirlýsingar um orkusölu fyrir lok þessa árs. Grundvallarástæða þessa er sú að að samkvæmt fyrrnefndum úrskurði ráðherra og leiðbeiningum Skipulagsstofnunar á að kynna frummatsskýrslur vegna fyrrnefndra verkefna samtímis.

Óvissa um verkefni

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu ríkir óvissa um áframhald orkuverkefna á Norðausturlandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið fundað um stöðu mála innan iðnaðar- og fjármálaráðuneytis og er þá helst horft til þess að koma þeirri orku sem nú er talin vera fyrir hendi í nýtingu. Um þetta er þó ekki eining meðal þeirra sem unnið hafa að orkumálum á grundvelli viljayfirlýsingar sem stjórnvöld, Alcoa og Norðurþing standa að. Alcoa hefur enn áhuga á því að vinna að byggingu álvers á Húsavík og forsvarsmenn Norðurþings sömuleiðis. Vandinn liggur þó ekki síst í alvarlegri stöðu efnahagsmála. Aðgengi að lánsfé er lítið sem ekkert í augnablikinu og fyrirsjáanlegt að sá vandi leysist ekki í bráð. Það dregur úr möguleikum fyrirtækja á því að ráðast í framkvæmdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert