Harma niðurlægjandi ummæli þingmanna

Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform …
Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform í Neðri-Þjórsá, hefur valdið orðaskaki milli sveitarstjórnarmanna í Flóahreppi og einstakra þingmanna.

Sveitarstjórn Flóahrepps hafnar því að annarleg sjónarmið búi að baka ákvarðanatöku við aðalskipulag sveitarfélagsins. Sveitarstjórn harmar niðurlægjandi ummæli einstakra þingmanna um sveitarstjórnarmenn í hreppnum í tengslum við umræðu um greiðsluþátttöku Landsvirkjunar vegna vinnu við aðalskipulag.

Samgönguráðuneytið úrskurðaði á dögunum að Flóahreppi hafi ekki verið heimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu í tengslum við virkjanaáform Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og sá samningur sé ólögmætur. Skeiða- og Gnúpverjahreppur gerði einnig svipaðan samning við Landsvirkjun.

Í kjölfar umfjöllunar um greiðsluþátttöku Landsvirkjunar lýsti Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG því m.a yfir að þeir sveitarstjórnarmenn sem þegið hefðu persónulegar greiðslur frá Landsvirkjun yrðu að víkja. Allar ákvarðanir þeirra sem sveitarstjórnarmanna hlytu að vera ógildar og skipa þyrfti nýja menn í þeirra stað.

Sveitarstjórn Flóahrepps segist í yfirlýsingu harmar niðurlægjandi ummæli einstakra þingmanna um sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi og hafnar því að annarleg sjónarmið búi að baka ákvarðanatökum við aðalskipulag sveitarfélagsins.

„Það eru hagsmunir sveitarfélagsins sem hafðir eru að leiðarljósi og ummælum einstakra þingmanna alfarið vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingu sveitarstjórna Flóahrepps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert