130 greinast árlega með lungnakrabba

„Það sker mig í hjartað að sjá unglinga reykja úti á götu. Tölurnar segja okkur að annar hver eigi eftir að deyja vegna reykinga. Það er hræðilegt að horfa upp á fólk á besta aldri fá ólæknandi sjúkdóm og deyja frá litlu börnunum sínum af völdum reykinga.“

Þetta segir Sigríður Ólína Haraldsdóttir, lungnasérfræðingur á lungnadeild Landspítalans og formaður Tóbaksvarnaráðs. Meirihluti sjúklinganna á lungnadeildinni reykir eða hefur reykt. Þeir þjást af lungnaþembu, lungnateppusjúkdómum og lungnakrabbameini, að sögn Sigríðar.

Alls greinast um 130 manns með lungnakrabbamein á hverju ári á Íslandi að því er Sigríður greinir frá. „Vitað er að 90 prósent lungnakrabbameina eru vegna reykinga.“

Að sögn Sigríðar verða sjúklingar í mörgum tilfellum undrandi þegar þeim er greint frá því að lungnasjúkdómar þeirra stafi af reykingum. „Þeir segjast ekki hafa vitað að þetta væri svona hættulegt. Reykingar eru einnig einn aðaláhættuþáttur kransæðasjúkdóma og heilablóðfalls.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert