Gagnrýna bann við innflutningi á selaafurðum

Selveiðar við Kanada
Selveiðar við Kanada Reuters

Ársfundur Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðisins (NAMMCO) hefur sent frá sér ályktun þar sem bann Evrópusambandsins við innflutningi á selaafurðum er harðlega mótmælt og það sagt stangast á við hugmyndir um sjálfbæra nýtingu.

 Bann gegn innflutningi selaafurða gekk í gildi innan Evrópusambandsins þann 27. júlí 2009. Í ályktuninni segir að bannið stangist á við alþjóðlega viðurkennd grundvallaratriði varðandi nýtingu nytjastofna í Norður-Atlantshafi og geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélög sem byggi afkomu sína að stórum hluta á sölu selaafurða. 

Segir þar að ákvörðunin veki upp spurningar um framtíðarsamvinnu aðildarríkja NAMMCO og Atlantshafsbandalagsins varðandi ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Slík samvinna hafi verið byggð á gagnkvæmri virðingu og viðurkenningu á rétti fólks til að nýta náttúruauðlindir í umhverfi sínu.

Bann við innflutningi selaafurða stangist á við þá samvinnu og geri litið úr þeirri vinnu sem lögð hafi verið í það að uppfylla kröfur um mannúðlega meðferð dýra við slátrun.

Fæereyjar, Grænland, Ísland og Noregur eiga aðild að NAMMCO auk þess sem Kanada, Japan og Rússland hafa áheyrsnarfulltrúa í samtökunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert