Tvö risaskip eru væntanleg um helgina

Crown Princess er hið glæsilegasta fley.
Crown Princess er hið glæsilegasta fley.

Tvö risastór skemmtiferðaskip eru væntanleg til Reykjavíkur um helgina með samtals 4.896 farþega. Það verður því í nógu að snúast hjá þeim, sem annast móttöku ferðamanna í höfuðborginni.

Klukkan átta fyrir hádegi í dag er skemmtiferðaskipið Constellation væntanlegt. Skipið er 90.280 brúttótonn að stærð og um borð eru 1.923 farþegar. Skipið hreppti slæmt veður og hefur för þess seinkað aðeins. Snemma á sunnudagsmorgun er Crown Princess væntanleg til hafnar í Reykjavík. Skipið er 113,651 tonn að stærð og hið stærsta sem kemur til landsins á þessu sumri. Um borð eru 2.973 farþegar. Skipið verður á Akureyri í dag. Bæði skipin munu leggjast að við Skarfabakka í Sundahöfn. Crown Princess leggur úr höfn klukkan 19 á sunnudagskvöld, ef menn vilja berja skipið augum.

Mörg stór skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur nú í september. Að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxaflóahafna, er ástæðan sú að þau eru að færa sig frá Evrópu vestur um haf, þar sem þau munu sigla í vetur, aðallega í Karíbahafinu.

Fyrir nokkrum dögum var hér á ferð 90 þúsund tonna skip, Jewel of The Seas. 23. september er 92 þúsund tonna skip væntanlegt, Norwegian Jewel. Og 1. október er síðasta skip sumarsins væntanlegt, Emerald Princess, 11.561 tonn að stærð. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert