Bjóða ókeypis þrif og viðhald

Sjálfboðaliðar allsstaðar að úr heiminum ætla að ganga á milli húsa í miðbænum og bjóðast til að hjálpa íbúum að mála, dytta að  eða hreinsa garða. Fólk má eiga von á því að þeir banki uppá á næstu dögum.

Samtökin Veraldarvinir standa fyrir átakinu en þau vilja ekkert í staðinn en biðja þá sem eru aflögufærir að gefa málningu og annað sem þarf til viðhalds.

Eins og komið hefur fram í sjónvarpsfréttum mbl þá eru íbúar miðborgarinnar margir hverjir ævareiðir yfir tilmælum byggingafulltrúa sem vill að þeir bretti um upp á ermarnar og geri fínt í kringum sig.

Veraldarvinir hafa starfað hér á landi frá árinu 2001 en bara á þessu ári hafa komið yfir eitt þúsund sjálfboðaliðar til landsins.. Helsta verkefni samtakanna hefur verið að hreinsa strandlengju Íslands en félagið hefur einnig tekið að sér önnur umhverfisverkefni. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir ferðirnar hingað til lands og þátttökugjald sem notað er framfærslu hér á landi.

Félagið hefur bækistöðvar við Hverfisgötu en það fékk að leigja þrjú hús sem áður stóð til að rífa til að reisa verslunarhús. Þórarinn Ívarsson formaður samtakanna segir að helst myndu þau vilja taka Hverfisgötuna í fóstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert