Bæjarstarfsmenn semja við HS Orku

Kjarasamningur milli HS Orku og starfsmannafélaga Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja …
Kjarasamningur milli HS Orku og starfsmannafélaga Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja var undirritaður í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar undirrituðu í gær og samþykktu nýjan kjarasamning við HS Orku hf.

Síðasti gildandi kjarasamningur framlengist til 31. desember 2010 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í hinum nýja samningi eru.

Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem samþykktir hafa verið á undanförnum mánuðum. Við gildistöku sem er frá 1. maí 2009 hækka laun um 7.750 krónur, 1. nóvember um 1.75% og 1. júní 2010 um 2.5%.

Samningurinn var kynntur samtímis fyrir félagsmönnum í félögunum þremur í gær og að kynningu lokinni fór fram sameiginleg atkvæðagreiðsla.

Alls greiddu 60 félagsmenn atkvæði, já sögðu 49 eða 82%, nei sögðu 10 og einn seðill var auður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert