Sakfelldir fyrir spjöll á golfvelli

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Héraðsdómur Suðurlands sakfelldi í morgun tvo drengi fyrir stórfelldar skemmdir á golfvellinum við Strönd í Rangárþingi ytra. Ákvörðun um refsingu var hins vegar frestað og fellur hún niður haldi drengirnir almennt skilorð í eitt ár.

Fjórir drengir voru upphaflega ákærðir en dómurinn sýknaði tvo þeirra þar sem þeir neituðu aðild að málinu og rannsóknargögn studdu ekki lýsingu í ákæru.

Drengirnir stálu golfbílum á Strandavelli í fyrrasumar, óku þeim um golfvallarsvæðið og ollu umtalsverðum skemmdum.

Dómurinn viðurkenndi bótaskyldu þeirra tveggja drengja sem sakfelldir voru en bótakrafa upp á rúmlega 1.600 þúsund krónur var skilin frá sakamálinu sem höfðað var á hendur drengjunum.

Héraðsdómur snuprar lögreglu í dómi sínum og segir rannsóknina alla og rannsóknargögn afar fátækleg.

Dómur héraðsdóms Suðurlands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert