Nýr formaður ungra VG í Reykjavík

Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu.
Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu.

Snærós Sindradóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu á aðalfundi félagsins í gær. Fráfarandi formaður er Brynja Halldórsdóttir sem gegnt hefur embættinu í tvö ár.

Í stjórn sitja átta einstaklingar utan formanns. Þau eru:

  • Ástríður Pétursdóttir
  • Björk Emilsdóttir
  • Claudia Overesch
  • Eva Hrund Hlynsdóttir
  • Helgi Hrafn Ólafsson
  • Ísleifur Egill Hjaltason
  • Silja Emilsdóttir
  • Steinunn Ylfa Harðardóttir

Í ályktun sem aðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu samþykkti um menntastefnu er stjórn LÍN og ríkisstjórn Samfylkingar og VG hrósað fyrir hækkun grunnframfærslu til þeirra sem taka námslán um 20% samhliða ýmsum aðgerðum sem miða að því að tryggja þeim sem
minnst hafa á milli handanna betra lífsviðurværi.

Í ályktun fundarins um eignarhald á HS Orku er hörmuð sú ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku
til Magma Energy. UVG lýsir þeim eindregna vilja að auðlindir séu í þjóðareign. Lagaákvæði sem hindra framsal og leigu til langs
tíma er sagt nauðsynlegt.

Aðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu hvetur ráðherra í
velferðarráðuneytum, heilbrigðis-, mennta- og félagsmálaráðuneytum, til að sýna festu á þessum erfiðu tímum niðurskurðar og standa undir nafni sem velferðar- og vinstristjórn með því að byggja upp félagslega innviði Íslands.

Vefsíða UVG

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert