Þrjár nýjar breiðþotur

Air Atlanta bætir þremur 747-400 farþegavélum í flotann á næstu tveimur mánuðum.

Níu flugmenn frá Icelandair, sem allir hafa áður hlotið þjálfun á þessa flugvélagerð, eru að hefja störf hjá Air Atlanta um þessar mundir en þessir menn verða verktakar í skamman tíma eins og málin líta út í dag, að því er fram kemur í fréttabréfi FÍA.

Air Atlanta er nú með um tuttugu þotur í rekstri, flestar af gerðinni Boeing 747 en nokkrar af gerðinni Airbus A300-600. Verkefni eru víða um heim, þar á meðal í Saudi-Arabíu, Malasíu og Sameinuðu furstadæmunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert