Aðmírálsfiðrildi sást á Djúpavogi

Aðmírálsfiðrildið á Djúpavogi í morgun.
Aðmírálsfiðrildið á Djúpavogi í morgun. Djúpivogur.is

Aðmírálsfiðrildi sást á Djúpavogi í morgun er skólastjóri grunnskólans var úti við ásamt nemendum í 8.-10. bekk. Aðalútbreiðslusvæði þeirra er í Norður-Afríku.

Fréttavefur Djúpavogs greinir frá því að skólastjóri grunnskólans á Djúpavík hafi ásamt nemendum 8.-10. bekkjar orðið vör við óvæntan gest á skólalóðinni í morgun. Tóku þau eftir stóru fiðrildi sem flögraði um og elti hópurinn fiðrildið uns það kom sér fyrir á vegg. Flögraði það síðan af stað aftur og náðist af því þessi mynd þegar það snettist að snæðingi á fagurgulum fífli.

Á vísindavef Háskóla Íslands má sjá þessar upplýsingar um gestinn fagra:

Fullvaxin fiðrildi lifa aðeins á blómasykri og ekki er ósennilegt að aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta) geti sogið blómasykur úr blómum á Íslandi, sérstaklega stórum blómum í görðum. Náttúrulegt útbreiðslusvæði aðmírálsfiðrilda er í Suður-Evrópu, Norður-Afríku, á Mið-Atlantshafseyjum og í Norður-Ameríku. Aðalútbreiðslusvæði þeirra er í Norður-Afríku og þaðan fara þau í göngum norður til Evrópu. Þau geta tímgast á Bretlandseyjum og myndað sumarkynslóð, en lifa ekki af veturinn. Á Íslandi eru aðmírálsfiðrildi aðeins flækingar, fjölga sér ekki og lifa að sjálfsögðu veturinn ekki af, frekar en annars staðar í N-Evrópu.

Fréttavefur Djúpavogs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert