Alþjóðleg brjóstagjafarvika

mbl.is/Brynjar Gauti

Alþjóðlega brjóstagjafarvikan er haldin  dagana 21.-28. september á Íslandi. Vikan hefur verið haldin hátíðleg víða um heim undanfarin átján ár og hver vika haft sitt þema. Þemað í ár er brjóstagjöf fyrstu vikuna í lífi barnsins.

Yfir 120 lönd taka þátt í að halda vikuna hátíðlega á hverju ári. Dagskráin hér á landi er í stórum dráttum sú, að í dag er vikan sett og þá er konum með barn á brjósti boðið að koma í ljósmyndatöku. Á þriðjudeginum er fundur íslensku brjóstagjafarsamtakanna og á miðvikudeginum burðarpokaspjall þar sem foreldrum er boðið að koma og fá aðstoð við notkun burðarpoka.

Á föstudeginum er boðið til fjöldagjafar á Kaffitári í Borgartúni og á laugardag verður haldið málþing í Mími, Skeifunni 8 þar sem fluttir verða fyrirlestrar um brjóstagjöf.    Málþingið er öllum opið, börn eru velkomin og þátttaka er gjaldfrí. 

Heimasíða brjóstagjafarvikunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert