Stolið úr flaki Pourquoi-Pas?

Líkan af Pourquois Pas?
Líkan af Pourquois Pas?

Líklegt er talið að bíræfnir þjófar hafi rænt munum úr skipsflaki Pourquoi-Pas? sem liggur á hafsbotni úti fyrir Mýrum. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að ólöglegur köfunarleiðangur Íra og Frakka hingað til lands væri til rannsóknar í tengslum við málið.

Haft var eftir Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstjóra Fornleifaverndar ríkisins, að  málið sé grafalvarlegt, enda flakið friðlýst. Var málið sagt til rannsóknar í utanríkisráðuneytinu og víðar innan stjórnsýslunnar.

Franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? sökk í aftakaveðri á Mýrum aðfararnótt 16. september, árið 1936 og með því fjörtíu menn, þar á meðal leiðangursstjórinn Jean Babtiste Charcot, sem var heimsþekktur vísindamaður. Aðeins einn maður komst lífs af úr sjóslysinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert