Skattarnir gríðarlega íþyngjandi

Tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu voru opnuð í Orkustofnun í ...
Tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu voru opnuð í Orkustofnun í maí. mbl.is/Árni

Of íþyngjandi skattar eru önnur af tveimur meginástæðum þess að Sagex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Linda, segir skattana hér gríðarlega íþyngjandi.

„Meginástæðurnar eru tvær. Í fyrst lagi hefur komið í ljós að áhugi á svæðinu er minni en vonast var eftir. Það eru mikil samlegðaráhrif í þessum rekstri, menn þurfa að starfa mikið saman og við þurfum að fá fleiri inn á svæðið til þess að þetta gangi upp hjá okkur.

Jafnframt eru skattar mjög íþyngjandi á félög af þessu tagi á Íslandi. Við teljum að þetta áhugaleysi hafi leitt það í ljós. Skattarnir hefðu þurft að vera hvetjandi til að aðilar kæmu og sæktu um leyfi. Þess í stað eru þeir mjög letjandi. Við teljum alveg ljóst að það þurfi að fara fram breytingar á skattakerfinu hér áður en næsta umferð ferð fram. Þá höfum við mjög  mikinn áhuga á svæðinu því við höfum áhuga á að sækja um aftur og vonumst til þess að fleiri geri það líka. Við myndum þá jafnvel reyna að standa að því í samstarfi við aðra,“ segir Gunnlaugur.

Hann segir að skattarnir hér refsi sérstaklega félögum ef olíuverð er lágt og þeir séu mjög þungir ef tap er af rekstrinum. „Við gerðum okkur grein fyrir því m.a.s. þegar við sóttum um að skattarnir væru of þungir en við ímynduðum okkur að ef þetta gengi vel og aðrir myndu hugsanlega sækja um leyfi, þá væru ágætar líkur á að sköttunum yrði breytt,“ segir Gunnlaugur.  

Fjármálakreppan hefur líka áhrif að sögn hans en Drekasvæðið sé tæknilega mjög krefjandi, dýpi mikið, það er langt frá landi og mikil rekstrarleg áhætta í því fólgin að stunda þar olíuleit. 

Íslendingar geta bara haft stjórn á einum af þessum þáttum en það eru skattarnir. Gunnlaugur segir nauðsynlegt að bæta skattkerfið og gera það sambærilegt við það sem best gerist annarstaðar. „Þetta er töluvert verra hér en annarstaðar,“ segir hann.  

Vinnan mun nýtast 

Iðnaðarráðuneytið segir, að þar sem ljóst sé að ekki verði gefið út sérleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu að þessu sinni muni stjórnvöld meta hvenær næsta útboð hefst og ákveða umgjörð þess í ljósi reynslunnar.

Á Drekasvæðinu eru nú þegar í gildi tvö leitarleyfi til allt að þriggja ára, annars vegar leyfi sem var veitt 5. júní sl. til bandaríska fyrirtækisins Ion GX Technology og hins vegar framlengdi CGGVeritas leyfið sem Wavefield Inseis var veitt 13. júní 2008, en CGGVeritast tók yfir starfsemi Wavefield Inseis á árinu. Heppnist mælingar muni gögnin verða afar góð viðbót við auðlindamat svæðisins og til kynningar á því.

Þá segir ráðuneytið, að sú vinna, sem lögð hafi verið í undirbúning og framkvæmd útboðsins, muni nýtast í framhaldinu enda búið að setja rammann um olíuleit við Ísland til framtíðar. Jafnframt megi benda á, að í kjölfar fyrsta útboðs Íslendinga hafi Norðmenn boðað rannsóknir sín megin á Jan Mayen hryggnum en þar eigi Ísland einnig hagsmuna að gæta samkvæmt Jan Mayen samningnum sem undirritaður var 1981.

mbl.is

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...