Skattarnir gríðarlega íþyngjandi

Tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu voru opnuð í Orkustofnun í ...
Tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu voru opnuð í Orkustofnun í maí. mbl.is/Árni

Of íþyngjandi skattar eru önnur af tveimur meginástæðum þess að Sagex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Linda, segir skattana hér gríðarlega íþyngjandi.

„Meginástæðurnar eru tvær. Í fyrst lagi hefur komið í ljós að áhugi á svæðinu er minni en vonast var eftir. Það eru mikil samlegðaráhrif í þessum rekstri, menn þurfa að starfa mikið saman og við þurfum að fá fleiri inn á svæðið til þess að þetta gangi upp hjá okkur.

Jafnframt eru skattar mjög íþyngjandi á félög af þessu tagi á Íslandi. Við teljum að þetta áhugaleysi hafi leitt það í ljós. Skattarnir hefðu þurft að vera hvetjandi til að aðilar kæmu og sæktu um leyfi. Þess í stað eru þeir mjög letjandi. Við teljum alveg ljóst að það þurfi að fara fram breytingar á skattakerfinu hér áður en næsta umferð ferð fram. Þá höfum við mjög  mikinn áhuga á svæðinu því við höfum áhuga á að sækja um aftur og vonumst til þess að fleiri geri það líka. Við myndum þá jafnvel reyna að standa að því í samstarfi við aðra,“ segir Gunnlaugur.

Hann segir að skattarnir hér refsi sérstaklega félögum ef olíuverð er lágt og þeir séu mjög þungir ef tap er af rekstrinum. „Við gerðum okkur grein fyrir því m.a.s. þegar við sóttum um að skattarnir væru of þungir en við ímynduðum okkur að ef þetta gengi vel og aðrir myndu hugsanlega sækja um leyfi, þá væru ágætar líkur á að sköttunum yrði breytt,“ segir Gunnlaugur.  

Fjármálakreppan hefur líka áhrif að sögn hans en Drekasvæðið sé tæknilega mjög krefjandi, dýpi mikið, það er langt frá landi og mikil rekstrarleg áhætta í því fólgin að stunda þar olíuleit. 

Íslendingar geta bara haft stjórn á einum af þessum þáttum en það eru skattarnir. Gunnlaugur segir nauðsynlegt að bæta skattkerfið og gera það sambærilegt við það sem best gerist annarstaðar. „Þetta er töluvert verra hér en annarstaðar,“ segir hann.  

Vinnan mun nýtast 

Iðnaðarráðuneytið segir, að þar sem ljóst sé að ekki verði gefið út sérleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu að þessu sinni muni stjórnvöld meta hvenær næsta útboð hefst og ákveða umgjörð þess í ljósi reynslunnar.

Á Drekasvæðinu eru nú þegar í gildi tvö leitarleyfi til allt að þriggja ára, annars vegar leyfi sem var veitt 5. júní sl. til bandaríska fyrirtækisins Ion GX Technology og hins vegar framlengdi CGGVeritas leyfið sem Wavefield Inseis var veitt 13. júní 2008, en CGGVeritast tók yfir starfsemi Wavefield Inseis á árinu. Heppnist mælingar muni gögnin verða afar góð viðbót við auðlindamat svæðisins og til kynningar á því.

Þá segir ráðuneytið, að sú vinna, sem lögð hafi verið í undirbúning og framkvæmd útboðsins, muni nýtast í framhaldinu enda búið að setja rammann um olíuleit við Ísland til framtíðar. Jafnframt megi benda á, að í kjölfar fyrsta útboðs Íslendinga hafi Norðmenn boðað rannsóknir sín megin á Jan Mayen hryggnum en þar eigi Ísland einnig hagsmuna að gæta samkvæmt Jan Mayen samningnum sem undirritaður var 1981.

mbl.is

Innlent »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar Meira »

Sambandslaust hjá Vodafone á Vestfjörðum

16:20 Fjarskiptasamband hjá Vodafone liggur nú niðri á hluta Vestfjarða. Svo virðist vera sem ljósleiðari Vodafone á Vestfjörðum hafi farið í sundur með þessum afleiðingum. Þá liggja útvarps- og sjónvarpssendingar einnig niðri. Meira »

Jökulsárlón friðlýst á morgun

16:06 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Starfsemin ekki komin í gang

15:20 Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki enn farin í gang. Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi hafa tafið framkvæmdir. Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, er vonast til að ofninn fari í gang á fimmtudag. Meira »

María Rut verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur

14:59 María Rut Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur úr hópi 35 umsækjenda. Hlutverk Maríu Rutar verður meðal annars að móta og ýta úr vör aðgerðum og skapa hagstæð skilyrði fyrir tónlistarstarfsemi í borginni. Meira »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson, sem reynir nú að klífa fjallið K2, er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Fortjald á Húsbíl - Loftsúlur
Kampa Rally Air 260 Uppblásið fortjald fyrir Húsbíl - Engar málmsúlur - ekkert b...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...