Langur hlýindakafli er nú að baki

Hitinn í Reykjavík náði ekki 10 gráðum í fyrradag. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta gerðist síðast 2. júní sl. Hitinn náði því 10 gráðunum í 110 daga í röð.

Þetta er óvenjulangur kafli en ekki einstakur, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Þannig hefur það gerst fjórum sinnum frá árinu 1949 að lengri tími hefur liðið milli þess að hámarkshiti dagsins fari ekki niður fyrir 10 stigin. Sumarið í fyrra á metið, 121 dagur í röð. Næst kemur sumarið 1996 (118 dagar), sumarið 1963 (116 dagar) og sumarið 2003 (112 dagar). Þessar tölur eru miðaðar við hámarksmælingu milli kl. 9 og 18 hvern dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert