Ófærð og ölvunarakstur

mbl.is/Július

Lögreglan á Akureyri fékk björgunarsveitina Súlur í lið með sér á Öxnadalsheiðinni í gærkvöldi en fjöldi ökumanna á sumardekkjum festu bifreiðar sínar vegna slæmrar færðar.

Nóttin var róleg á Akureyri en þó voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur en annar ökumannanna ók bifreið sinni inn í húsagarð og hljóp á brott.  Ökumaðurinn náðist á endanum, hann reyndist ölvaður og gisti fangageymslur í nótt. Ekki er talið að vegfarendur hafi verið í hættu vegna ökulagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert