Þak sett á greiðslujöfnun lána

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Gylfi Magnússon …
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kynntu aðgerðirnar. Heiðar Kristjánsson

Greiðslur af verðtryggðum lánum miðast við 1. janúar 2008 og greiðslur af gegnistryggðum lánum við 2. maí 2008. Þetta er meðal þess sem félagsmálaráðherra kynnti í dag sem aðgerðir til að laga skuldir að eignastöðu og greiðslugetu. Þak verður á greiðslujöfnun lána og afborganir þeirra tengdar við þróun launa, atvinnustigs og gengis svo að ef atvinnustig verður áfram lágt helst greiðslubyrðin í samræmi við það.  

Gert er ráð fyrir að þó greiðslujöfnun feli í sér lengingu lánsins verði greiðslutíminn að hámarki þremur árum lengri en upphaflegur lánstími. Hafi lánið ekki verið að fullu greitt að þessum þremur árum liðnum falla eftirstöðvarnar niður.  

Afborganir lána eru tengdar við þróun launa, atvinnustigs og gengis þannig að ef atvinnustig verður áfram lágt og gengi krónunnar lagast ekki helst greiðslubyrðin í samræmi við það, en þegar greiðslugetan eykst með hækkandi launum, auknu vinnuframboði og styrkara gengi eykst greiðslubyrðin í samræmi við batnandi hag.

Aðgerðirnar fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af lánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að eignastöðu og greiðslugetu. Aðgerðirnar byggjast á almennum aðgerðum sem eiga að bæta fjárhagsstöðu fólks með húsnæðis- eða bílalán annarsvegar en sértækum aðgerðum hinsvegar sem feli í sér eiðir til að bæta stöðu þeirra sem þurfi á meiri aðstoð að halda.

Hér má sjá nánari útfærslu á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert