Þingflokkur VG á fundi

Þingmenn VG settust á fund á 11. tímanum í kvöld.
Þingmenn VG settust á fund á 11. tímanum í kvöld. mbl.is/Golli

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs settist á fund á 11. tímanum í kvöld.  „Njótið þið næturinnar," sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG við blaðamenn þegar hún fór inn á fundinn.  „Við erum fundarglöð," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Þingmenn flokksins voru leyndardómsfullir á svip og vildu ekkert gefa upp um hvort á fundinum muni ráðast hvort nýr heilbrigðistráðherra yrði kynntur að fundi loknum og hvort þar muni fást niðurstaða í svonefnt Icesave-mál.

Ögmundur Jónasson, sem í dag óskaði eftir lausn úr embætti heilbrigðisráðherra, mætti ekki til fundarins og hafði Guðfríður Lilja eftir honum að hann teldi sig hafa sagt allt um þetta mál sem segja þyrfti.

Álfheiður Ingadóttir og Ásmundur Einar Daðason komu á fundinn. Þau komu frá útlöndum í kvöld en þingflokksfundi VG var m.a. frestað í dag vegna fjarveru þeirra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert